Bólusetning fyrir kórónuveirunni verður ekki skilyrði á opna ástralska meistaramótinu í Tennis sem fram fer í janúar á næsta ári. Það er BBC sem greinir frá þessu.
Til stóð að þeir sem ekki væru bólusettir fyrir veirunni myndu ekki fá að taka þátt á mótinu sem er eitt af fjórum risamótunum í tennis ár hvert.
Mótið fer fram í Melsbourne en BBC greinir frá því þeir sem ekk væru bólusettir fyrir veirunni þyrftu að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins og gangast undir regluleg kórónuveirupróf á meðan dvöl þeirra stæði.
Í tilkynningu frá mótshöldurum í Ástralalíu kemur meðal annars fram að vonir standi til þess að hægt verði að halda mótið á eðlilegan hátt, þrátt fyrir heimsfaraldurinn.
35% þeirra karla sem taka þátt á ATP-túrnum, heimstúrnum, eru óbólusettir en ríkjandi meistari í einliðaleik á opna ástralska í karlaflokki, Serbinn Novak Djokovic, hefur ekki viljað gefa það út hvort hann sé bólusettur fyrir veirunni.