Matthildur heimsmeistari unglinga

Matthildur Óskarsdóttir með verðlaunapeninginn í Vilnius í morgun.
Matthildur Óskarsdóttir með verðlaunapeninginn í Vilnius í morgun. Ljósmynd/kraft.is

Matthildur Óskarsdóttir varð í morgun heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu þegar hún sigraði í -84 kg flokki stúlkna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu í Vilníus í Litháen.

Matthildur setti Íslandsmet með því að lyfta 117,5 kílóum, eftir að hafa gert ógilt í fyrstu umferð en lyft 112,5 kílóum í annarri umferð. Hún háði harða baráttu við Torronen frá Finnlandi um gullverðlaunin.

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir komst líka á verðlaunapall á mótinu því hún fékk silfurverðlaun í -63 kg flokki stúlkna. Hún lyfti 97,5 kílóum og bætti sinn besta árangur um fimm kíló. Alexandra reyndi við nýtt Íslandsmet í þriðju tilraun, 102,5 kíló, en mistókst naumlega.

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir vinstra megin á verðlaunapallinum í morgun.
Alexandrea Rán Guðnýjardóttir vinstra megin á verðlaunapallinum í morgun. Ljósmynd/Kraft.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert