Hafði aldrei sýnt þessu áhuga

„Það var mjög óvænt og þetta var ekki beint á óskalistanum mínum,“  sagði Aníta Hauksdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í mótorsporti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Aníta fékk sitt fyrsta mótorkrosshjól í afmælisgjöf frá foreldrum sínum þegar hún var einungis ellefu ára gömul.

Hún hefur verið ein fremsta mótorsportkona landsins undanfarin tuttugu ár en þrívegis hefur hún verið útnefnd akstursíþróttakona ársins.

„Foreldrar mínir og bróðir minn voru öll að reyna þvinga mig niður í bílakjallara og ég var ekki alveg til í það,“ sagði Aníta.

„Svo arka ég niður í bílakjallara í fýlu og sé þá eitthvað lítið blátt hjól á kerrunni við hliðin á hjólinu hans pabba. Þau stökkva svo öll fram og öskra til hamingju með afmælið,“ sagði Aníta meðal annars.

Viðtalið við Anítu í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert