Nóvemberstelpan á klámdagatalinu hans afa

„Ég er mjög stolt af mínum árangri í lífinu,“ sagði Aníta Hauksdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í mótorsporti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Aníta hefur lent í stórum áföllum á lífsleiðinni en árið 2000 kærði hún afa sinn fyrir kynferðislega misnotkun. Nokkrum árum síðar var henni svo nauðgað á meðferðarstofu en hún gróf áfallið í áratug.

Mótorsportið hefur alla tíð verið ákveðin kjölfesta í hennar lífi og hún hefur sótt sér bæði styrk og fengið útrás í gegnum sportið sem henni þykir einstaklega vænt um.

„Þegar það slitnaði upp úr sambandi mínu og fyrri barnsföður míns þá sat ég ein á gólfinu í íbúðinni minni, öll húsgögnin farin, og með tveggja mánaða gamla dóttur mína í fanginu,“ sagði Aníta.

„Ég var ekki með vinnu og menntun og ég hugsaði strax; gleymdu þessu! Geir sagði við mig þegar að ég var lítil að ég ætti að vera eins og nóvemberstelpan á klámdagatalinu hans því ég var fædd í nóvember.

Þetta situr í mér og var hvetjandi því ég hef alltaf ætlað mér miklu meira en það, sérstaklega af því hann sagði þetta. Þetta var algjört spark í rassinn og ég ætlaði mér ekki að sitja þarna á gólfinu og geta ekki hugsað um mig og stelpuna mína,“ sagði Aníta meðal annars.

Viðtalið við Anítu í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert