Fórnarlömbum kynferðisofbeldis hent til hliðar

„Ég lenti í öðru áfalli þegar mér var nauðgað og það var áfall sem ég var ekki tilbúin að horfast í augu við strax,“ sagði Aníta Hauksdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í mótorsporti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

Þetta var annað stóra áfallið sem Aníta lenti í á lífsleiðinni því árið 2000, þá tíu ára gömul, kærði hún hafa sinn fyrir kynferðislega misnotkun.

Árið 2002 fékk hún sitt fyrsta mótorkrosshjól í afmælisgjöf og hefur verið ein fremsta mótorsportkona landsins síðan en þrívegis hefur hún verið útnefnd akstursíþróttakona ársins.

„Ég opnaði á það sár á afmælisdeginum mínum árið 2018 og ég er mjög stolt af því í dag að hafa ákveðið að taka slaginn,“ sagði Aníta.

„Ég vildi ekki lifa lengur í þöggn með þetta og mér finnst fónarlömb kynferðisofbeldis ekki fá þann stuðningsem þau eiga að fá. Okkur er bara hent til hliðar og við erum í raun bara vitni í eigin máli,“ sagði Aníta meðal annars.

Viðtalið við Anítu í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert