Hvað voru mamma og pabbi að pæla?

„Það er mjög fyndin saga að segja frá því hvernig ég ákvað að flytja til Spánar á sínum tíma,“ sagði Aníta Hauksdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í mótorsporti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Aníta fékk sitt fyrsta mótorkrosshjól í afmælisgjöf þegar hún var ellefu ára gömul en hún þrívegis verið útnefnd akstursíþróttakona ársins.

Hún hefur margsinnis farið erlendis að keppa fyrir Íslands hönd og árið 2007 flutti hún til Spánar í nokkra mánuði þar sem hún lærði spænsku og keppti í mótorkrossi.

„Við sáum þarna einhverja stelpu sem var að hjóla á sama stað og við vorum á fjölskyldan,“ sagði Aníta.

„Við komumst fljótt að því að við vorum mjög svipaðar að getu og það var frábært að hjóla með henni. Við áttum geggjaðan dag saman og eftir daginn hittum við foreldra hennar og bróður.

Mamma og pabbi nefndu það við þau að mig langaði að flytja út til Spánar og hjóla. Þau voru ekki lengi að bjóða mér herbergi heima hjá sér og ég flutti á endanum til þeirra,“ sagði Aníta.

Viðtalið við Anítu í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert