Ásmundur og Kristín Íslandsmeistarar

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson sigraði í opnum flokki karla.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson sigraði í opnum flokki karla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Kristín Embla Guðjónsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu í glímu í opnum flokki en mótið fór fram í íþróttamiðstöðinni í Vogum um helgina.

Alls voru 41 keppandi skráður til leiks í fjórtán flokkum en Jóhannes Pálsson fór með sigur af hólmi í -84kg flokki karla.

Ásmundur fagnaði sigri í +84kg flokki en Einar Eyþórsson varð í öðru sæti og hinn 16 ára gamli Hákon Gunnarsson í því þriðja.

Í kvennaflokki stóð Heiðrún Fjóla Pálsdóttir uppi sem sigurvegari í -75kg flokki og +75kg flokki en Kristín Embla fagnaði sigri í opnum flokki kvenna.

Kristín Embla Guðjónsdóttir, þriðja frá vinstri.
Kristín Embla Guðjónsdóttir, þriðja frá vinstri. Ljósmynd/Glima.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert