Baldvin varð svæðismeistari

Baldvin Þór Magnússon vann í Michigan um helgina.
Baldvin Þór Magnússon vann í Michigan um helgina. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Baldvin Þór Magnússon varð um helgina svæðismeistari í átta kílómetra víðavangshlaupi á miðsvæði Bandaríkjanna, Mid-American Conference, en mótið fór fram í Ypsilanti í Michigan-ríki.

Baldvin hljóp vegalengdina á 24:05,7 mínútum en hann keppir fyrir Eastern Michigan-háskólann, sem fagnaði jafnframt svæðismeistaratitli í liðakeppni, þriðja árið í röð.

Fjögur ár eru síðan fulltrúi skólans eignaðist svæðismeistara í víðavangshlaupi og þá var það Hlynur Andrésson sem sigraði en hann og Baldvin hafa einmitt slegið Íslandsmet hvors annars í millivegalengdahlaupum undanfarin misseri. Baldvin er núverandi handhafi Íslandsmetsins í 1.500 metra hlaupi karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert