Þrír fulltrúar Íslands á EM

Steingerður Hauksdóttir, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir eru …
Steingerður Hauksdóttir, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir eru mætt til Rússlands. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Steingerður Hauksdóttir verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hefst í Kazan í Rússlandi á morgun.

Snæfríður Sól og Steingerður hefja leik á morgun þegar þær stinga sér til sunds í 50m skriðsundi kvenna og Anton Sveinn hefur leik á miðvikudaginn þegar hann keppir í 100m bringusundi karla.

Þjálfarinn Eyleifur Jóhannesson og sjúkraþjálfarinn Unnur Snædís Jónsdóttir ferðuðust með íslenska liðinu út og þá mun Ragnheiður Birna Björnsdóttir sinna hlutverki dómara á mótinu.

Dagskrá Íslendinganna á EM:

  • 2. nóv.: 50m skr kvenna- Steingerður Hauksdóttir, Snæfríður Sól
  • 3. nóv.: 100m bringusund karla – Anton Sveinn
  • 4. nóv.: 100m skriðsund kvenna- Snæfríður Sól
  • 4. nóv.: 50m baksund kvenna – Steingerður Hauksdóttir
  • 5. nóv.: 100m baksund kvenna  - Steingerður Hauksdóttir
  • 5. nóv.: 200m bringusund karla – Anton Sveinn
  • 6. nóv.:  50m bringusund Karla – Anton Sveinn
  • 6. nóv.: 200m skirðsund kvenna – Snæfríður Sól
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert