Íslendingarnir fóru mikinn í Finnlandi

Frá verðlaunaafhendingunni í Finnlandi.
Frá verðlaunaafhendingunni í Finnlandi. Ljósmynd/Júdósamband Íslands

Íslendingar voru atkvæðamiklar á opna finnska mótinu í júdó sem fram fór í Turku í Finnlandi um nýliðna helgi. Alls unnu Íslendingarnir til ferna silfurverðlauna og tólf bronsverðlauna.

Ingólfur Rögnvaldsson hafnaði í öðru sæti í -66kg flokki fullorðinna og Ingunn Sigurðardóttir -70kg, Árni Lund -81kg og Matthías Stefánsson -90kg, unnu öll til bronsverðlauna.

Í U21-árs aldursflokknum unnu Ingólfur Rögnvaldsson -66kg, Kjartan Hreiðarsson -73kg, Andri Ævarsson -81kg og Matthías Stefánsson -90kg öll til bronsverðlauna.

Í U18-ára aldursflokki unnu þau Aðalsteinn Björnsson -66kg, Helena Bjarnadóttir -70kg, og Jakub Tomczyk -81kg til bronsverðlauna bronsverðlaun.

Í aldursflokki U15-ára og yngri höfnuðu Romans Psenicnijs -60kg, Elias Þormóðsson -46 og Helena Bjarnadóttir +63kg í öðru sæti og fengu silfurverðlaun. Þá fengu þau Weronika Komandera í -52kg og Mikael Ísaksson -66kg bronsverðlaun í sama flokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert