Ók undir áhrifum áfengis og olli dauða

Henry Ruggs III eftir leik með Las Vegas Raiders í …
Henry Ruggs III eftir leik með Las Vegas Raiders í síðasta mánuði. AFP

Henry Ruggs III, leikmaður Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í bandarískum fótbolta, verður ákærður fyrir að hafa valdið dauða konu er hann ók undir áhrifum áfengis.

Í morgun klessti Ruggs Chevrolet-bifreið sinni aftan á Toyota Rav4-bifreið ónefndrar konu, með þeim afleiðingum að hún lést við áreksturinn.

Ruggs var fluttur á spítala þar sem gert var að meiðslum hans, sem voru ekki lífshættuleg.

Samkvæmt lögreglunni í Las Vegas er málið í rannsókn og verður Ruggs sem áður segir ákærður fyrir að hafa valdið dauða manneskju er hann var akandi undir áhrifum áfengis.

Kona sem var farþegi í bíl Ruggs var einnig flutt á spítala en ekki hefur komið fram hvort eða hversu alvarlega meidd hún er.

Verði Ruggs, sem er 22 ára gamall, fundinn sekur á hann yfir höfði sér tveggja til 20 ára fangelsisdóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert