Sundkappinn Anton Sveinn McKee var rétt í þessu að synda í 100 metra bringusundi á EM25 í sundi í Kazan í Rússlandi. Þar varð hann fjórtándi inn í undanúrslitin sem fara fram síðar í dag.
Anton Sveinn synti í morgun á tímanum 57,98 sekúndum. Íslandsmetið í greininni á hann sjálfur, 56,30 sekúndur, sem hann setti í október á síðasta ári á ISL-mótaröðinni í Búdapest í Ungverjalandi.
Undanúrslitin í 100 metra bringusundi fara fram klukkan 17:43 í dag.