Anton Sveinn McKee hafnaði í 16. sæti í 100 m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Kazan í Rússlandi í dag.
Anton kom í mark á tímanum 58,23 sekúndum og dugði ekki til þess að komast áfram í úrslit en hann synti á tímanum 57,98 sekúndum í morgun í undanrásum þegar hann tryggði sér sæti í undanúrslitum.
Anton stingur sér næst til sunds á föstudaginn þegar keppni í 200 m bringusundi hefst en hann keppir einnig í 50 m bringusundi á mótinu.