AZ Alkmaar frá Hollandi vann í kvöld 2:0-heimasigur á Cluj frá Rúmeníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta.
Albert Guðmundson lék allan leikinn með AZ og hann kom liðinu yfir með laglegu marki strax á fimmtu mínútu. Vangelis Pavlidis gulltryggði 2:0-sigur á 86. mínútu.
AZ er í toppsæti D-riðils með tíu stig, fimm stigum á undan Jablonec frá Póllandi og sex stigum á undan danska liðinu Randers. Cluj er í botnsætinu með aðeins eitt stig, en Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki með liðinu í kvöld.
Þá skoraði Shahab Zahedi, fyrrverandi leikmaður ÍBV, fyrra mark Zorya Luhansk frá Úkraínu í 2:0-sigri á CSKA Sofia á heimavelli.
Önnur úrslit í Sambandsdeildinni:
Maccabi Tel Aviv – HJK 3:0
LASK – Alashkert 2:0
Gent – Partizan 1:1
Luhansk – CSKA Sofia 2:0
Randers – Jablonec 2:2
Omonia Nicosia – Basel 1:1
Lincoln Red Imps – Slovan Bratislava 1:4