Landsliðin mætt til Dubai

Helga Ósk Freysdóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Margrét Björg Jónsdóttir og …
Helga Ósk Freysdóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Margrét Björg Jónsdóttir og Nanna Hólm Davíðsdóttir skila kvennalandsliðið. Ljósmynd/Keilusamband Íslands

Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í keilu eru nýkomin til Dubai til keppni á IBF Super World Championship-mótinu sem mun fara fram dagana 6. til 15. nóvember.

Boðað var til þessa móts þar sem ljóst var að keppnishald í heiminum væri að fara aftur af stað eftir Covid stopp og lítið um álfu- eða heimsmót búin að vera frá því að faraldurinn skall á.

Hvort landslið samanstendur af fjórum leikmönnum og er keppt í einstaklings,-, tvímennings-, þrímennings- og liðakeppni. Alls keppa 27 þjóðir í kvennaflokki og 36 þjóðir í karlaflokki á mótinu.

Karlalandslið Íslands er þannig skipað:

  • Arnar Davíð Jónsson KFR / Högänäs
  • Guðlaugur Valgeirsson KFR / Högänäs
  • Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
  • Gústaf Smári Björnsson KFR

Þjálfari er Mattias Möller Högänäs frá Svíþjóð

Kvennalandslið Íslands er þannig skipað:

  • Helga Ósk Freysdóttir KFR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR
  • Margrét Björg Jónsdóttir ÍR
  • Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR

Þjálfari er Skúli Freyr Sigurðsson og liðsstjóri er Andri Freyr Jónsson.

Arnar Davíð Jónsson, Guðlaugur Valgeirsson, Gunnar Þór Ásgeirsson og Gústaf …
Arnar Davíð Jónsson, Guðlaugur Valgeirsson, Gunnar Þór Ásgeirsson og Gústaf Smári Björnsson skipa karlalandsliðið. Ljósmynd/Keilusamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert