Snæfríður Sól Jórunnardóttir stakk sér til sunds í 100 metra skriðsundi á EM í 25 metra laug í Kazan í Rússlandi í morgun.
Snæfríður hafnaði í 9. sæti í sínum riðli á 54,99 sekúndum en hún komst ekki áfram í undanúrslitin í greininni. Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur í greininni er 54,44 sekúndur.
Steingerður Hauksdóttir synti einnig í 50 metra baksundi. Kom hún í mark á 28,18 sekúndum og hafnaði í 9. sæti í sínum riðli. Komst hún ekki áfram í undanúrslitin.
Eygló Ósk Gústafsdóttir á Íslandsmetið í greininni sem er 27,40 sekúndur.