Anton Sveinn McKee hafnaði í tíunda sæti í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Kazan í Rússlandi.
Anton keppti í undanúrslitunum rétt í þessu og náði ekki að komast í átta manna úrslitin en er annar tveggja sem eru til vara fyrir úrslitasundið.
Hann syndi á 2:06,03 mínútum en í undanrásunum í morgun þar sem Anton varð áttundi synti hann á 2:06,29 mínútum.
Íslandsmet Antons í 200 metra bringusundinu í 25 m laug er 2:01,65 mínútur en það setti hann á móti í atvinnudeildinni í sundi í Búdapest fyrir ári síðan, 1. nóvember 2020. Með þeim tíma hefði Anton átt besta tíma undanrásanna í dag en bestur var Arno Kamminga frá Hollandi sem synti á 2:02,54 mínútum.