Bára tvöfaldur Íslandsmeistari

Bára Einarsdóttir með verðlaunin.
Bára Einarsdóttir með verðlaunin.

Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar varð tvöfaldur Íslandsmeistari í skotfimi um síðustu helgi og setti jafnframt Íslandsmet.

Íslandsmótið í 50 metra liggjandi riffli og þrístöðuriffli fór fram í Digranesi í Kópavogi á vegum Skotfélags Kópavogs.

Bára fékk 618,3 stig í 50 m liggjandi riffli og bætti þar eigið Íslandsmet. Jón Þór Sigurðsson úr Skotfélagi Kópavogs sigraði í karlaflokki og Karen Rós Valsdóttir úr SÍ sigraði í unglingaflokki. Bára sigraði jafnframt í keppni með þrístöðuriffli í kvennaflokki en Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigrað í karlaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert