Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir náði rétt í þessu tólfta besta tímanum í undanúrslitum EM í 200 metra bringusundi í 25 metra laug í Kazan í Rússlandi. Hún kemst þar með ekki í úrslit greinarinnar.
Snæfríður Sól synti á 1:58,11 mínútu og varð sem áður segir tólfta af 16 keppendum, en átta efstu tryggðu sér sæti í úrslitunum.
Í undanrásunum í morgun synti hún á 1:57,47 mínútu en Íslandsmet Snæfríðar í greininni er 1:56,51 mínúta.