Snæfríður í undanúrslit á EM

Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir aftur í dag.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir aftur í dag. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Snæfríður Sól Jórunnardóttir komst í morgun í undanúrslit í 200 metra skriðsundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Kazan í Rússlandi.

Snæfríður varð fjórða í sínum riðli í undanrásunum á 1:57,47 mínútu og var með þrettánda besta tímann en sextán  bestu komust áfram. Hún keppir í undanúrslitum klukkan 15.56 í dag en þá komast átta bestu í úrslitasundið.

Íslandsmet Snæfríðar í greininni er 1:56,51 mínúta.

Anton Sveinn McKee átti að keppa í síðustu grein  sinni, 50 m bringusundi í morgun en dró sig úr keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert