Canelo sá besti í heimi

Canelo eftir bardagann í nótt.
Canelo eftir bardagann í nótt. AFP

Mexíkóinn Canelo Álvarez rotaði Bandaríkjamanninn Caleb Plant í elleftu lotu í bardaga um heimsmeistaratitil í nótt.

Sigur Canelo þýddi það að hann er nú handhafi allra heimsmeistarabeltanna sem í boði eru í ofur-millivigtarflokki og er án nokkurs vafa sá besti í heiminum í dag. Hann er einungis sá sjötti í sögunni til að ná þeim áfanga og sá fyrsti frá Mexíkó.

Fyrir bardagann var Plant handhafi IBF-titilsins en það var sá eini sem Canelo vantaði. Með sigrinum varð Canelo því handhafi allra titlanna og óumdeilanlegur heimsmeistari en hefði Plant farið með sigur af hólmi hefði hann hirt öll beltin af Canelo og verið sjálfur heimsmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert