Schumacher heldur áfram að berjast

Michael Schumacher lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013.
Michael Schumacher lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013. AFP

„Michael Schumacher heldur áfram að berjast,“ sagði Jean Todt, fyrrverandi yfirmaður hjá akstursliði Ferrari í formúlu eitt, í samtali við Daily Mail á dögunum.

Ökuþórinn fyrrverandi hefur ekki sést á opinberum vettvangi síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember 2013 og hlaut alvarlega höfuðáverka.

Schumacher var lengi í dái og var lengi óttast um líf hans en hann hefur dvalið á heimili sínu í Genf í Sviss frá árinu 2014.

Á dögunum kom út heimildarmynd um Schumacher á Netflix en lítið hefur komið fram um núverandi ástand hans í fjölmiðlum.

„Ég skil vel af hverju fjölskylda hans reynir að halda öllum fréttum um heilsu hans innan heimilisins,“ sagði Todt sem er einn fárra sem fá að heimsækja Schumacher reglulega í Sviss.

„Fjölskylda Schumachers vill vernda hann og þannig hefði hann viljað hafa það. Vonandi fer ástand hans batnandi,“ bætti Todt við en hann var ekki tilbúinn að svara spurningum blaðamanns um það hvort Schumacher þekkti hann þegar þeir hittast.

Jean Todt er einn fárra sem heimsækir Schumacher reglulega.
Jean Todt er einn fárra sem heimsækir Schumacher reglulega. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert