Arna valin hjólreiðakona ársins

Arna Sigríður Albertsdóttir við keppni á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó.
Arna Sigríður Albertsdóttir við keppni á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Ljósmynd/ÍF

Handahjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir var um þarsíðustu helgi útnefnd hjólreiðakona ársins á lokahófi Hjólreiðasambandsins.

Arna Sigríður varð í ágúst síðastliðnum fyrst Íslendinga til þess að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í handahjólreiðum í Tókýó í Japan.

Á opinni Facebook-síðu sinni skrifaði hún meðal annars að mikið sé einblínt á hvað vanti upp á þegar rætt er um íþróttir fatlaðra þrátt fyrir að margt sé vel gert í málaflokknum.

„Hjólreiðakona Íslands árið 2021! Um helgina var ég kosin hjólreiðakona ársins af Hjólreiðasamband Íslands. Titilinn kom mér skemmtilega á óvart og ég er ótrúlega þakklát sambandinu og hjólreiðasamfélaginu hérna heima.

Ég hef fundið fyrir því að áherslan í umræðunni um íþróttir fatlaða sé oft hvað sé að og hvað vanti upp á, en auðvitað eru fjölmargir hlutir sem verða að batna svo að íþróttaiðkun hreyfihamlaðra verið almennari og auðveldari.

Hins vegar er margt í þessum málaflokki mjög vel gert. Eitt af því er hvernig hjólreiðasambandið og hjólreiðasamfélagið hérna heima hafa tekið vel á móti mér að prófa nýja íþróttagrein í fyrsta sinn á íslandi, fyrir það er ég ótrúlega þakklát.
Takk fyrir mig!“ skrifaði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert