Jürgen Klopp er minn maður. Það er ekkert leyndarmál að ég held með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og sem stuðningsmaður enska liðsins er erfitt að elska ekki þýska knattspyrnustjórann.
Það er held ég erfitt að elska hann ekki, sama með hvaða liði maður heldur. José Mourinho var sá „útvaldi“ en Klopp sá „venjulegi“ eins og hann orðaði það þegar hann tók við Liverpool í október 2015. Einn af alþýðunni sem elskar að gera grín og er alltaf til í gott grín líka. Svo er hann mikill bjórmaður líka.
Hann er hins vegar ekkert sérstaklega skemmtilegur þegar hann tapar, eins og flestir. Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu um nýliðna helgi gegn West Ham í London. Klopp mætti pirraður í viðtöl og klíndi tapinu á vafasamar ákvarðanir dómarans.
Hann toppaði svo pirringinn þegar hann skaut á starfsmann breska ríkissjónarpsins, BBC, að hann væri ekki hvolpurinn hans.
Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.