170 keppendur frá fimmtán félögum

Steingerður Hauksdóttir er á meðal þátttakenda á Íslandsmótinu í Hafnarfirði.
Steingerður Hauksdóttir er á meðal þátttakenda á Íslandsmótinu í Hafnarfirði. Ljósmynd/SSÍ

Um 170 keppendur frá fimmtán félögum eru skráðir til leiks á Íslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug sem hefst í Ásvallalaug í Hafnarfirði í dag.

Keppt er í undanrásum fyrri part dags og úrslit fara fram seinni partinn en mótið er haldið í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra og sér Sundfélag Hafnarfjarðar um framkvæmd mótsins.

Þá er mótið eina tækifæri keppenda til að ná lágmörkum á Norðurlanda- og heimsmeistaramótið sem fara fram í desember.

Norðurlandamótið fer fram í byrjun desember í Svíþjóð og heimsmeistaramótið hefst um miðjan desember í Abú Dabí í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert