Jóhanna og Dadó Íslandsmeistarar í 50 metra skriðsundi

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir er Íslandsmeistari í 50 metra skriðsundi kvenna.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir er Íslandsmeistari í 50 metra skriðsundi kvenna. mbl.is/Unnur Karen

Fyrsti keppnisdagurinn á Íslandsmótinu í sundi í 25 metra laug var á Ásvöllum í dag.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar skákaði liðsfélaga sínum Steingerði Hauksdóttur í 50 metra skriðsundi og stóð uppi sem Íslandsmeistari í greininni.

Jóhanna Elín synti á 25,08 sekúndum og Steingerður á 26,10 sekúndum.

Steingerður varð svo Íslandsmeistari í 50 metra baksundi þegar hún synti á 28,25 sekúndum.

Dadó Fenrir Jasminuson, einnig úr SH, varð svo Íslandsmeistari í 50 metra skriðsundi í karlaflokki og hafði þar betur gegn liðsfélaga sínum, Símoni Elíasi Statkevicius.

Dadó Fenrir synti á 22,41 sekúndum og Símon Elías á 22,82 sekúndum.

Dadó Fenrir Jasminuson er Íslandsmeistari í 50 metra skriðsundi karlamegin.
Dadó Fenrir Jasminuson er Íslandsmeistari í 50 metra skriðsundi karlamegin. Unnur Karen

Símon Elías varð svo Íslandsmeistari í 100 metra flugsundi karla þegar hann synti á 54,48 sekúndum.

Bergur Fáfnir Bjarnason úr Sundfélagi Hafnarfjarðar varð Íslandsmeistari í 100 metra fjórsundi hjá körlum þegar hann synti á 58,70 sekúndum og Eva Margrét Falsdóttir úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar varð Íslandsmeistari í greininni í flokki kvenna þegar hún synti á 1:05,06 mínútu.

Eva Margrét Falsdóttir varð sömuleiðis Íslandsmeistari í 200 metra bringusundi kvenna er hún synti á 2:32,52 mínútum.

Daði Björnsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar varð þá Íslandsmeistari í 100 metra bringusundi karla er hann synti á 1:01,60 mínútum.

Patrik Viggó Vilbergsson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 400 metra skriðsundi karla þegar hann synti á 3:57,88 mínútum og Freyja Birkisdóttir, sömuleiðis úr Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í greinni í kvennaflokki er hún synti á 4:20,10 mínútum.

Patrik Viggó varð einnig Íslandsmeistari í 200 metra baksundi karla þegar hann synti á 2:03,38 mínútum.

Kristín Helga Hákonardóttir úr Breiðabliki varð svo Íslandsmeistari í 200 metra flugsundi kvenna er hún synti á 2:21,65 mínútum.

SH reyndist svo hlutskarpast í 4x200 metra skriðsundi í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki.

Steingerður Hauksdóttir hafnaði í öðru sæti í 50 metra skriðsundi …
Steingerður Hauksdóttir hafnaði í öðru sæti í 50 metra skriðsundi kvenna og varð Íslandsmeistari í 50 metra baksundi. Unnur Karen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert