Spænsku stúlkurnar voru of sterkar

Gunnborg Jóhannsdóttir á fullri ferð í Skautahöllinni.
Gunnborg Jóhannsdóttir á fullri ferð í Skautahöllinni. Ljósmynd/Bjarni

Stúlkurnar í U18 ára landsliðinu í íshokkí máttu sætta sig við stórt tap í kvöld þegar þær mættu Spánverjum í annarri umferð alþjóðlega mótsins í Skautahöllinni í Laugardal.

Spænska liðið, sem vann Breta örugglega, 4:0, í fyrstu umferðinni í gær, sigraði 8:0 í kvöld en staðan var 2:0 eftir fyrsta leikhluta og 5:0 eftir annan leikhluta.

Bretar sigruðu Pólverja 2:1 í fyrri leik dagsins og baráttan um annað sætið er því galopin. Pólverjar unnu íslenska liðið 3:2 í gærkvöld en Ísland mætir Bretlandi í lokaumferðinni annað kvöld klukkan 19.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert