Gat varla hreyft sig í nýja búningnum

„Ég hætti að keppa vegna þess að það kom upp ákveðin uppgjöf hjá mér,“ sagði Sævar Baldur Lúðvíksson, nýkrýndur Norðurlandameistari í skylmingum með höggsverði, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Sævar, sem er 31 árs gamall, byrjaði að æfa skylmingar þegar hann var tíu ára en hann varð tvöfaldur Norðurlandameistari í Espo í Finnlandi á dögunum.

Stóran hluta ævi sinnar hefur Sævar þurft að glíma við bæði kvíða og þunglyndi vegna yfirþyngdar en hann ákvað að hætta keppni í skylmingum árið 2009.

„Ég hef alla tíð þurft að berjast við eigin líkamsþyngd og alltaf verið í yfirþyngd frá því ég man eftir mér,“ sagði Sævar.

„Ég gerði margar tilraunir til þess að grenna mig sem gekk aldrei. Einhvern tímann náði ég að létta mig um 30 kílógrömm en svo komu þau aftur.

Ég var nýbúinn að kaupa mér nýjan skylmingabúning og ég gat varla hreyft mig í honum,“ sagði Sævar meðal annars.

Viðtalið við Sævar í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert