Stórsigur meistaranna

Andri Már Mikaelsson skoraði fjögur mörk.
Andri Már Mikaelsson skoraði fjögur mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

SA vann í kvöld 6:1-stórsigur á heimavelli gegn Fjölni í Hertz-deild karla í íshokkí. SA er með 16 stig á toppnum, átta stigum á undan SR og 13 stigum á undan Fjölni.

Eftir markalausa fyrstu lotu hrukku SA-ingar í gang í annarri lotu og skoruðu þrjú mörk. Andri Már Mikaelsson gerði þrjú þeirra og Róbert Hafberg eitt.

Pétur Sigurðsson bætti við fimmta markinu í þriðju lotu, áður en Hilmar Sverrisson lagaði stöðuna fyrir Fjölni. SA átti hinsvegar lokaorðið því Andri skoraði sitt fjórða mark og sjötta mark SA fimm mínútum fyrir leikslok og þar við sat.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert