Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur var sigursælt á fyrsta padel-móti kvenna sem haldið hefur verið hérlendis en það fór fram í Tennishöllinni í Kópavogi í gær.
Garima Kalugade (fjórir sigrar og 73% sigurhlutfall), Emilía Thygesen (fjórir sigrar og 71% sigurhlutfall og Mónika Björk Andonova (fjórir sigrar og 69% sigurhlutfall) röðuðu sér í þrjú efstu sætin en þær spila allar fyrir HMR.
Öll úrslit mótsins má nálgast hér: http://www.itennisroundrobin.com/view/schedule/2362