Leik Pittsburgh Steelers og Detroit Lions í NFL-deildinni í amerískum fótbolta lauk með jafntefli í gærkvöldi. Slík niðurstaða hefur verið heldur sjaldgæf frá árinu 1974 þegar breytingar voru gerðar í íþróttinni.
Jafntefli varð niðurstaðan nokkuð reglulega í leikjum í íþróttinni fram til ársins 1974 þegar ákveðið var að grípa til framlengingar.
Í það eru reglurnar á þann veg að sé enn jafnt eftir tíu mínútna framlengingu þá verður niðurstaðan jafntefli. Í framlengingu tekst liðunum gjarnan að skora, til dæmis vallarmörk, og útkljá þannig málið.
Það tókst hins vegar ekki hjá Pittsburgh og Detroit í gær og lokastaðan var 16:16. Er þetta fyrsta jafnteflið í deildinni í rúmt ár og einungis þriðja á tveimur árum.
Frá árinu 1974 hefur tuttugu og sjö leikjum lokið með jafntefli í NFL.