Þrenn verðlaun til Norðmanna

Andreja Slokar fagnar sigri um helgina.
Andreja Slokar fagnar sigri um helgina. AFP

Norðmenn fengu þrenn verðlaun þegar keppt var í tvíkeppni í heimsbikarnum í alpagreinum í Lech í Austurríki um helgina.

Gullverðlaunin fóru hins vegar til Austurríkis og Slóveníu. Í kvennaflokki sigraði Andreja Slokar frá Slóveníu en Thea Louise Stjernesund og Kristin Lysdahl frá Noregi fengu silfur og brons.

Í karlaflokki sigraði Christian Hirschbühl frá Austurríki og landi hans Dominik Raschner varð annar. Norðmaðurinn Atle Lie McGrath fékk bronsverðlaunin.

Christian Hirschbühl og Dominik Raschner fagna niðurstöðunni í Austurríki.
Christian Hirschbühl og Dominik Raschner fagna niðurstöðunni í Austurríki. AFP

Keppni í heimsbikarnum hófst seint í október og var mótið um helgina aðeins annað mótið á keppnistímabilinu. Besta skíðafólk heims þarf að finna sitt besta form því nú er farið að styttast í Vetrarólympíuleikana sem fram fara í febrúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert