Margrét nældi í silfur og Jónas í brons

Margrét Lea Kristinsdóttir vann til silfurverðlauna.
Margrét Lea Kristinsdóttir vann til silfurverðlauna. Ljósmynd/Agnes Suto

Um helgina fór fram Norður-Evrópumót í áhaldafimleikum í Cardiff í Wales. Þar nældi Margrét Lea Kristinsdóttir sér í silfurverðlaun í gólfæfingum og Jónas Ingi Þórisson krækti í bronsverðlaun, sömuleiðis í gólfæfingum.

Margrét Lea Kristinsdóttir náði í silfur með 12.550 stig og Jónas Ingi náði bronsinu með 13.750 stig. Jónas Ingi keppti einnig til úrslita á stökki, þar sem hann hafnaði í 6. sæti, og á svifrá þar sem hann hafnaði í 7. sæti.

Jónas Ingi Þórisson vann til bronsverðlauna.
Jónas Ingi Þórisson vann til bronsverðlauna. Ljósmynd/Agnes Suto

Jón Sigurður Gunnarsson keppti til úrslita á hringjum og hafnaði í 4. sæti. Martin Bjarni Guðmundsson kom inn sem varamaður á svifrá og endaði í 6. sæti. Valgarð Reinhardsson hafnaði í 4. sæti á tvíslá og Guðrún Edda Min Harðardóttir keppti sömuleiðis á tvíslá.

Kristín Sara Jónsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir voru með sinn besta árangur í fjölþraut.

Upprunalega átti ísland fimm keppendur í úrslitum en þegar keppandi dróg sig úr keppni á svifrá bættist Martin Bjarni Guðmundsson í úrslit og íslenskir keppendur úrslitum því sex talsins.

Karlalandsliðið hafnaði í 5. sæti, rétt á eftir sænska landsliðinu, og konurnar höfnuðu einnig í 5. sæti, á eftir danska landsliðinu. Margrét Lea var með bestan árangur kvenna í fjölþraut með 46.550 stig og karlamegin var það Valgarð með 77.100 stig, jafn í 9. sæti með Marcus Stenberg frá Svíþjóð.

Íslensku keppendurnir á mótinu.
Íslensku keppendurnir á mótinu. Ljósmynd/Þórey Kristinsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert