Skautafélag Reykjavíkur sigraði Fjölni 9:1 í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld.
Kári Arnarsson og Sölvi Freyr Atlason skoruðu tvö mörk hvor fyrir SR en þeir Styrmir Maack, Axel Orongan, Daníel Magnússon, Gunnlaugur Þorsteinsson og Kári Guðlaugsson skoruðu allir eitt mark. Hilmar Sverrisson skoraði mark Fjölnis.
SR er með 11 stig í öðru sæti deildarinnar eftir fyrstu sjö leiki sína en Fjölnir er í neðsta sætinu með 3 stig eftir sjö leiki. Skautafélag Akureyrar er í efsta sætinu með 16 stig eftir sex leiki.