„Mig langaði svo mikið að verða 100 kg og það var stórt markmið hjá mér,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson, margfaldur heims- og Evrópumeistari í réttstöðulyftu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Júlían, sem er 28 ára gamall, byrjaði að æfa kraftlyftingar þegar hann var fimmtán ára gamall en hann var í kringum 90 kg þegar hann byrjaði að æfa íþróttina.
Júlían var ekki spenntur fyrir því enda hafði hann alltaf sett stefnuna á að keppa í +120 kg flokki.
„Þegar ég var á mínu fyrsta ári í MH þá var ég á leiðinni út í Samkaup með nokkrum félögum,“ sagði Júlían.
„Á leiðinni var mér litið niður þar sem ég sá þrjá fimm þúsund króna seðla liggjandi í götunni.
Þetta var klárt merki og ég fór beint út í búð og keypti fæðubótarefni,“ sagði Júlían.
Viðtalið við Júlían í heild sinni má nálgast með því að smella hér.