Hvernig get ég lyft 400 kílógrömmum?

„Ég byrjaði rólega og tók nokkrar alhliða æfingar í World Class þegar ég var að finna mig í íþróttinni,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson, margfaldur heims- og Evrópumeistari í réttstöðulyftu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Júlían æfði körfubolta á sínum yngri árum en hann snéri sér að kraftlyftingum þegar hann var fimmtán ára gamall og er á meðal fremstu íþróttamanna heims í greininni í dag.

Júlían setti sér ungur það markmið að lyfta 400 kg í hnébeygju en Íslandsmet hans í unglingaflokki hljóðar einmitt upp á 400 kg í greininni.

„Ég vildi gera hlutina rétt og ætlaði mér ekki að fara of geyst í hlutina,“ sagði Júlían.

„Ég tjaldaði aldrei til einnar nætur og reyndi að horfa fram í tímann. Ég man að ég hugsaði um að lyfta 400 kg í hnébeygju á einni æfingunni.

Sú tilhugsun gekk frá mér á þeim tíma enda var ég að lyfta þyngst 150 kg á þessum tíma,“ sagði Júlían meðal annars.

Viðtalið við Júlían í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert