Houston Rockets töpuðu sínum 15. leik í NBA-deildinni í nótt þegar liðið heimsótti New York og léku við lið Knicks.
Alec Burks var stigahæstur í liði New York en hann skoraði 20 stig. Hjá Houston var Christian Wood stigashæstur með 18 stig. Leiknum lauk með 106:99 sigri New York. Houston hafa einungis unnið einn leik þar sem af er tímabili og eru á botni vesturdeildarinnar.
Boston Celtics sigraði Oklahoma City Thunder 111:105 þar sem Jason Taytum var stigahæstur með 33 stig í liði Boston. Luguentz Dort endaði sem stigahæsti maður Oklahoma en hann skoraði 16 stig.
Í Wisconsin-fylki unnu heimamenn í Milwaukee Bucks 117:108 sigur á Orlando Magic. Giannis Antetokounmpo átti stórleik en hann skoraði 32 stig og tók heil 20 fráköst. Bobby Portis átti einnig frábæran leik en hann skoraði 24 stig og tók 15 fráköst. Í liði Orlando var R.J. Hampton stigahæstur með 19 stig.
Úrslit næturinnar í NBA:
Houston Rockets 99:106 New York Knicks
New Orleans Pelicans 94:111 Indiana Pacers
Miami Heat 100:103 Washington Wizards
Charlotte Hornets 105:115 Atlanta Hawks
Oklahoma City Thunder 105:111 Boston Celtics
Orlando Magic 108:117 Milwaukee Bucks
Memphis Grizzlies 95:138 Minnesota Timberwolves
Philadelphia 76'ers 111:118 Portland Trail Blazers
Utah Jazz 123:105 Sacramento Kings