Fimm sundmenn á leið á NM

Thelma Björg Björnsdóttir.
Thelma Björg Björnsdóttir. Ljósmynd/ÍF

Fimm sundmenn úr röðum fatlaðra eru á leið á Norðurlandamótið í sundi sem haldið verður í Vasby í Svíþjóð í byrjun desember. 

Íþróttasamband fatlaðra vekur athygli á þessu á vef sínum. Íslendingarnir sem keppa á NM eru: 

Þórey Ísafold Magnúsdóttir úr KR

Guðfinnur Karlsson úr Firði

Sonja Sigurðardóttir úr ÍFR

Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR

Hjörtur Már Ingvarsson úr Firði

NM 2021 er sameiginlegt mótahald fatlaðra og ófatlaðra rétt eins og Íslandsmót SSÍ og ÍF í 25m laug um síðustu helgi. Hópurinn heldur út til Svíþjóðar 1. desember næstkomandi og er væntanlegur aftur heim 6. desember. Þjálfarar í ferðinni eru Ragnar Friðbjarnarson og Ragnheiður Runólfsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert