Kansas City Chiefs, leikið hefur til úrslita síðustu tvö skipti, er að hressast eftir erfiða byrjun í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum.
Kansas vann góðan sigur á Dallas Cowboys í nótt 19:9. Eftir að hafa tapað fjórum af fyrstu sjö leikjunum hefur Kansas nú unnið fjóra leiki í röð.
Arizona Cardinals er enn með besta árangurinn en liðið hefur unnið níu leiki og tapað tveimur. Arizona vann Seattle Seahawks 23:13 í gær.