Alls er 21 Íslendingur á leið á Evrópumeistaramótið innandyra í bogfimi en mótið fer fram í Lasko í Slóveníu dagana 13.-20. febrúar á næsta ári. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Bogfimisambandið sendi frá sér.
Á Evrópumeistaramótinu er keppt í bæði opnum flokki og flokki U21-árs og yngri en þetta er stærsti keppendahópur sem Bogfimisambandið hefur sent á stórmót.
„Gert er ráð fyrir ágætu gengi Íslands á þessu móti, sérstaklega í liðakeppni, þar sem gert er ráð fyrir því að mörg lið muni komast í úrslit eða fjórðungsúrslit mótsins miðað við tölfræði fyrri móta,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Bogfimisambandsins.
Keppendur Íslands í Slóveníu:
Sveigbogi karla einstaklingar og lið
- Haraldur Gústafsson – Skotfélag Austurlands (Skaust) – Egilstöðum
- Dagur Örn Fannarsson – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
- Oliver Ormar Ingvarsson – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
Sveigbogi kvenna
- Guðný Gréta Eyþórsdóttir – Skotfélag Austurlands (Skaust) – Egilstöðum
- Astrid Daxböck – Bogfimifélagið Boginn – Kópavogur
Sveigbogi U21 kvenna
- Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
Trissubogi karla einstaklingar og lið
- Alfreð Birgisson – Íþróttafélaginu Akur – Akureyri
- Gummi Guðjónsson – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
- Albert Ólafsson – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
Trissubogi U21 karla einstaklingar og lið
- Nóam Óli Stefánsson – Bogfimifélaginu Hróa Hetti – Hafnarfirði
- Nói Barkarson – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
- Daníel H. Baldursson – Skotfélag Austurlands (Skaust) – Egilstöðum
Trissubogi kvenna einstaklingar og lið
- Ewa Ploszaj – Bogfimifélagið Boginn – Kópavogi
- Astrid Daxböck – Bogfimifélagið Boginn – Kópavogi
- Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir – Bogfimifélagið Boginn – Kópavogi
Trissubogi U21 kvenna einstaklingar og lið
- Anna María Alfreðsdóttir – Íþróttafélaginu Akur – Akureyri
- Sara Sigurðardóttir – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
- Freyja Dís Benediktsdóttir – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
Berbogi kvenna
- Guðbjörg Reynisdóttir – Bogfimifélaginu Hróa Hetti – Hafnarfirði