Öruggur sigur Austfirðinga

Þróttarar fagna stigi í leiknum við Völsung.
Þróttarar fagna stigi í leiknum við Völsung. Ljósmynd/Sigga Þrúða

Þróttur úr Fjarðabyggð vann öruggan sigur á Völsungi, 3:0, þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í blaki í Neskaupstað í gærkvöld.

Hrinurnar enduðu 25:12, 25:12 og 25:20, Þrótturum í hag. Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og Paula Miguel de Blaz voru stigahæstar Þróttara með 13 stig hvor en Kyisha Racole Hunt var með 19 stig fyrir Húsvíkinga.

Þróttur úr Fjarðabyggð er með 11 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir þennan sigur en Völsungur er án stiga á botni deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert