Judd Trump sýndi skemmtileg tilþrif þegar hann hreinsaði borðið í viðureigninni við David Lilley í fyrstum umferð breska meistaramótsins í snóker.
Trump vann 6:1 og í síðasta leiknum leyfði hann sér að afgreiða bláu og svörtu kúluna með þeim hætti að áhorfendur fengu aðeins meira fyrir aðgangseyrinn.
Trump er 32 ára gamall Englendingur og varð heimsmeistari árið 2019.