Óeðlileg orðræða í fjölmiðlum

„Maður er alltaf frekar mikið grey og svakaleg dugleg í öllu því sem maður gerir,“ sagði Arna Sigríður Albertsdóttir, hjólreiðakona ársins 2021 og Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Arna Sigríður, sem er 31 árs gömul, lenti í skíðaslysi í Geilo í Noregi þegar hún var sextán ára gömul og er í dag lömuð fyrir neðan brjóstkassa.

Hún segir orðræðu í fjölmiðlum oft á villigötum.

„Þú ert ekki duglegur að fara út í búð, það er bara eitthvað sem þú þarft að gera, alveg eins og ég,“ sagði Arna Sigríður.

„Orðræðan í fjölmiðlum er kannski meira á þann veg að maður sé duglegur í öllu og að það sé ekki ætlast til jafn mikils af fötluðum og ófötluðum,“ sagði Arna Sigríður meðal annars.

Viðtalið við Örnu Sigríði í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert