Unnið verður áfram að uppbyggingu nýrra þjóðarleikvanga fyrir íslenskt afreksíþróttafólk en þetta kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála VG, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem undirritaður var á Kjarvalsstöðum í Reykjavík í dag.
Íslenskt íþróttalíf mun nú heyra undir Framsóknarmanninn Ásmund Einar Daðason sem verður ráðherra í nýju skólamála- og barnaráðuneyti.
Ásmundur var félagsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn en tekur við öðrum verkefnum nú, samhliða þeim sem hann fékkst við í félagsmálaráðuneytinu.
Í nýjum stjórnarsáttmála kemur einnig fram að unnið verði áfram að því að efla umgjörð um afreksstarf íþróttafólks með afreksíþróttasjóð og ferðajöfnunarsjóð til hliðsjónar.
Íþróttir í nýjum stjórnarsáttmála: