Drífa Harðardóttir varð rétt í þessu heimsmeistari í tvenndarleik í badminton ásamt dönskum meðspilara sínum; Jesper Thomsen í aldursflokknum 40 ára og eldri. Þau unnu par frá Englandi í úrslitum 21\19 21/10.
Heimsmeistaramótið í badminton stendur nú yfir í Huelva á Spáni. 2.300 keppendur eru á mótinu.
Drífa á svo möguleika á öðrum heimsmeistaratitli kl 13:00 en hún ásamt Elsu Nielsen eru komnar í úrslit í tvíliðaleik. Þær mæta pari frá Kóreu í úrslitum.