Drífa Harðardóttir og Elsa Nielsen urðu í dag heimsmeistarar í tvíliðaleik í badminton í aldursflokknum 40 ára og eldri. Áður hafði Drífa einnig orðið heimsmeistari í tvenndarleik.
Drífa og Elsa mættu pari frá S-Kóreu í úrslitum í tvíliðaleiknum og höfðu þær betur í tveimur hrinum; 23\21 og 21/8.
Alls taka um 2.300 keppendur þátt í mótinu sem fer fram í Huelva á Spáni.