Í gærkvöld féll 52 ára gamalt met þegar Breiðablik tók á móti Real Madrid í Meistaradeild kvenna á Kópavogsvelli. Aldrei áður hefur mótsleikur í knattspyrnu utanhúss farið fram svona seint á Íslandi en samt var metið bara bætt um einn dag. Sunnudaginn 7. desember 1969 léku Akureyringar (ÍBA) og Skagamenn úrslitaleikinn í bikarkeppni karla það ár.
Bikarkeppnin var leikin að Íslandsmótinu loknu á þessum árum en lauk aldrei jafn seint og í þetta skipti. Ástæðan var sú að liðin höfðu gert jafntefli, 1:1, viku áður og þá hafði ekki verið hægt að framlengja leikinn vegna hríðarveðurs.
Þann 8. desember var leikið í ágætu veðri á Melavellinum sem var hins vegar háll og stórhættulegur, og svellið setti svip sinn á leikinn. Lýsingar dagblaðanna á mörkunum og atvikum leiksins bera því glöggt vitni en Akureyringar þóttu „sterkari á svellinu“ en Skagamenn.
Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.