Fjölnir upp að hlið toppliðsins

Fjölniskonur fagna í Egilshöll í kvöld.
Fjölniskonur fagna í Egilshöll í kvöld. Mbl.is/Óttar

Fjölnir fór upp að hlið SA á toppi Hertz-deildar kvenna í íshokkí með 4:1-sigri er liðin mættust á skautasvellinu í Egilshöll í kvöld.

Sigrún Árnadóttir skoraði eina mark fyrstu lotunnar fyrir Fjölni og þær Kolbrún Garðarsdóttir og Alda Arnarsdóttir bættu við mörkum fyrir heimakonur í annarri lotu. Magdalena Sulova minnkaði muninn fyrir SA í blálok lotunnar.

Karen Þórisdóttir skoraði eina mark þriðju lotunnar og gulltryggði 4:1-sigur Fjölnisliðsins. Bæði lið eru með tólf stig með fjóra sigra og eitt tap. SR er stigalaust á botninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert