Skotfimimaðurinn Jón Þór Sigurðsson úr SFK bætt í dag eigið Íslandsmet í riffilskotfimi á landsmótinu í Egilshöll.
Jón skaut fyrir 624,3 stigum, en gamla metið var 623,7 stig. Jón hefur verið að skjóta vel síðustu mánuði en hann varð Íslandsmeistari í 50 m liggjandi riffli í síðasta mánuði.