Svíþjóð er komið áfram í átta-liða úrslit heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik á Spáni eftir fjögurra marka sigur gegn Rúmeníu í milliriðli 2 í dag.
Leiknum lauk með 34:30-sigri sænska liðsins sem leiddi 19:14 í hálfleik en Svíþjóð er með 8 stig í efsta sæti riðilsins.
Noregur og Holland mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í 8-liða úrslitum síðar í kvöld en það lið sem fer með sigur af hólmi fylgir Svíum áfram.
Þá vann Serbía 31:25-sigur gegn Slóveníu í milliriðli 1 en hvorugt lið átti möguleika á því að komast áfram í átta-liða úrslitin fyrir leik dagsins.